Bjarni segir svigrúmið ofmetið

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á ráðherrafundi um útspil …
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á ráðherrafundi um útspil vegna kjarasamninganna fyrr í dag. Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa ekkert heyrt frá ríkisstjórninni varðandi fyrirliggjandi kjarasamninga og aðgerða tengdum þeim vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Félögin ætluðu að hittast á morgun, en vonast hafði verið til þess að stjórnvöld kæmu með útspil í málinu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að gert sé ráð fyrir meira svigrúmi en sé í raun.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að hann geri ráð fyrir að fá eitthvað ágrip frá stjórnvöldum á morgun, en ráðherrar funduðu í ráðherrabústaðnum í dag þar sem málið var rætt. Hann segir enga undirskrift vera tímasetta enn þá „Við bíðum eftir útspili stjórnvalda, annað er ekki í veginum,“ segir hann.

Þorsteinn segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að það þyrfti að nást samkomulag um mótvægisaðgerðir vegna kostnaðarhækkana atvinnurekenda við kjarasamningana. Segir hann samtökin hafa áréttað oft að annars treystu þau sér ekki til að fara í svo kostnaðarsama aðgerð sem hann segir kjarasamningana vera.

Ekkert launungamál er að horft er til tryggingagjaldsins, en SA horfir til þess að það verði lækkað í skrefum niður í sömu tölu og það var fyrir hækkanir árin 2009 og 2010. Þá var það 4,5%, en er í dag 6%. Ofan á það bætist atvinnutryggingargjald sem í dag er 1,35%.

Bjarni segir lækkun tryggingargjalds í takt við áform ríkisstjórnarinnar. Spurningin sé hversu langt sé hægt að ganga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert