300 sóttu um sjö sérfræðistörf

Um 300 manns sóttu um sjö sérfræðistörf sem Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, auglýstu nýlega.

Störfin eru að hluta til vegna nýrra evrópskra rannsókna- og þróunarverkefna sem ÍSOR tekur þátt í. Fyrirtækið var aðili að fimm umsóknum og voru styrkir veittir til fjögurra.

Flestir sóttu um starf jarðfræðings, 130 manns. 35-40 sóttu um hvert starf jarðeðlisfræðings, sérfræðings í landupplýsingakerfum og borholumælingamanns og um tvö störf verkfræðinga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert