Mega sigla með til Íslands

Ocean Diamond á siglingu inn í Vestmannaeyjahöfn, einn áfangastaða í …
Ocean Diamond á siglingu inn í Vestmannaeyjahöfn, einn áfangastaða í hringferðinni um Ísland. Ljósmyndir/Iceland ProCruises

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond leggur úr höfn í Hamborg í Þýskalandi í maí næstkomandi þar sem leiðin liggur til Íslands.

Haldið verður áfram að sigla skipinu hringinn í kringum landið í sumar en síðasta sumar heppnaðist mjög vel, að sögn Guðmundar Kjartanssonar, eiganda Iceland ProTravel og Iceland ProCruises, sem rekur skipið.

Íslendingum gefst færi á að kaupa ferð með skipinu frá Hamborg en um verður að ræða tveggja vikna siglingu, frá 11. til 24. maí, með viðkomu á Bretlandseyjum, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum og þaðan til Seyðisfjarðar 19. maí. Frá Seyðisfirði verður siglt norður og vestur fyrir land með nokkrum viðkomustöðum áður en komið verður til Reykjavíkur 24. maí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert