Öryggisgirðing verður við nýja sendiráðið

Hér er horft til austurs á Engjavegi. Byggingin verður girt …
Hér er horft til austurs á Engjavegi. Byggingin verður girt af.

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi á svonefndum Sigtúnsreit vegna lóðarinnar Engjateigs 7.

Samkvæmt fasteignaskrá er félagið Iceland Construction ehf. skráður eigandi lóðarinnar. Á vef borgarinnar er deiliskipulagið sagt fela í sér öryggisgirðingu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom í tilkynningu Ístaks til Kauphallarinnar 21. ágúst sl. að félagið Ístak Ísland hf., dótturfélag Per Aarsleff AS í Danmörku, hefði gert samkomulag við bandaríska sendiráðið um að byggja nýtt sendiráð í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert