Rok en hlýtt í dag

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestanlands í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Spáð er 10-20 m/s og 0-7 stiga hita.

Það er hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi en þó er þjóðvegur 1 greiðfær austur í Vík. Hálka eða hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi eru hálkublettir eða hálka en á Austurlandi er hálka á nær öllum leiðum. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni

„Austan og suðaustan 10-20 m/s í dag, hvassast við SV-ströndina. Rigning eða slydda, en þurrt að mestu fyrir norðan. Minnkandi frost norðaustanlands, annars 0 til 7 stiga hiti. Austan 8-15 og víða rigning á morgun, hiti 2 til 8 stig. Suðlæg átt og áfram vætusamt um helgina, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Eftir helgi er útlit fyrir éljagang á Suður- og Vesturlandi og kólnandi veður,“ segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert