Töfrandi sólarupprás í morgun

Nú finnur fólk fyrir því að daginn er farið að lengja. Sólarupprás var kl. 10:47 í morgun en sólin mun setjast kl. 16:38. Á morgun nýtur dagsbirtunnar við sex mínútum lengur en í dag og eftir viku verður sólin u.þ.b. 43 mínútum lengur á lofti. Þá mun sólin rísa kl. 10:27 en setjast kl. 17:01.

Sólarupprásin var sérlega falleg í morgun eins og sést í myndskeiðinu sem var tekið við Rauðavatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert