Fylgi Pírata eykst enn

Fylgi Pírata mælist nú 37,8% samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokkisns mælist hins vegar 19,5% og Framsóknarflokksins 10%. Fylgi beggja flokka hefur minnkað um 1,1-1,5% frá því í desember.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist með þriðja mesta fylgið eða 12,5% og eykst um rúmt prósent. Samfylkingin hefur misst 2,5% fylgi frá fyrri könnun og er nú með 10,4%. Björt framtíð mælist með 4,4% og hefur tapað tæpu prósenti. Stuðningur við ríkisstjórnina er 30,1% og minnkar um rúmt prósent frá fyrri mánuði.

„Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur farið minnkandi síðustu tvær kannanir á sama tíma og fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hefur verið sveiflukennt og fylgi Vinstri grænna hefur þokast upp á við. Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun,“ segir í fréttatilkynningu frá MMR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert