Nokkrir jöklar í hættu

Snæfellsjökull er á undanhaldi.
Snæfellsjökull er á undanhaldi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Svo virðist sem Snæfellsjökull sé í mikilli hættu. Hann er að vísu nokkuð hár, en er svo brattur að honum helst illa á snjónum og er þunnur.“

Þetta segir Oddur Sigurðsson sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Enn er jökull í Snæfellsjökli en Oddur telur ólíklegt að hann endist út þessa öld.

Úrskurðað var árið 2014 að Okið væri ekki lengur jökull. Oddur sagði að þá hefði verið greinilegt að það hefði ekki verið jökull um nokkurt skeið. Fleiri jöklar eru einnig að hverfa eða eru horfnir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert