Fjárfesta í fjölda hótela á Íslandi

Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson.
Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Kristinn

Hreiðar Már Sigurðsson fjárfestir og fjölskylda hans hafa frá árinu 2009 byggt upp fyrirtækið Gistiver sem tengist nú rekstri sjö gististaða víðsvegar um landið.

Þrír þessara gististaða eru í Stykkishólmi en hinir fjórir eru á Nesjavöllum, Búðum, í Keflavík og Reykjavík. Líklegt er að félagið tengist líka hosteli á Akureyri. Samhliða þessari uppbyggingu hefur Gistiver opnað þvottahúsið Sængurver í Stykkishólmi. Eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, er framkvæmdastjóri Gistivers og jafnframt eigandi félagsins.

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag hefur félagið Festir sótt um leyfi til að breyta Suðurlandsbraut 18 í hótel. Það félag er í eigu SMT Partners B.V. sem aftur tengist Samskipum. Af því leiðir að Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður tengist þeim áformum. Þau hjónin Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir tengjast sveitasetrum á Snæfellsnesi og í Frakklandi og undirbúa uppbyggingu á síðarnefnda staðnum.

Þess má geta að eiginkona Ólafs, Ingibjörg Kristjánsdóttir, er á vef Creditinfo skráð fyrir 100% hlut í eignarhaldsfélaginu Miðhrauni sem heitir eftir jörð þeirra hjóna á Snæfellsnesi. Félagið hefur sama heimilisfang og Samskip í Reykjavík.

Samkvæmt vefsíðu franska félagsins Pur Cheval tengist rekstur Huilerie-búgarðsins, um 160 km suður af París, rekstrinum í Miðhrauni. Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á franska búgarðinum, m.a. gerð skeiðvallar. Þau Ingibjörg og Ólafur hafa lögheimili í Sviss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert