Prestur fær milljónir í bílastyrk

Baldur Rafn Sigurðsson
Baldur Rafn Sigurðsson Mynd/Sigurður Bogi

Kirkjuráð og Ríkisendurskoðun rannsaka nú bílastyrki sem sóknarnefndir í Njarvíkurprestakalli hafa greitt sóknarpresti þar undanfarin ár. Nema upphæðirnar milljónum króna, en samkvæmt sóknarnefnd var ákveðið að presturinn Baldur Rafn Sigurðsson myndi njóta sömu kjara og forveri hans sem hafði fengið laun frá sókninni til viðbótar við laun frá ríkinu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

Kemur þar fram að sóknarnefndum sé óheimilt að styrkja það sem falli undir embættiskostnað presta. Kirkjuráð staðfestir þó að málið varði bílastyrk sem Baldur fékk vegna aksturs í starfi sínu. Hefur RÚV eftir kirkjuráði að málið sé litið alvarlegum augum og verði tekið föstum tökum. Þá hafi Baldur fengið sem nemur 88 þúsund krónur á mánuði, eða rúma milljón á ári í þessar greiðslur undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert