Rok og rigning um helgina

Það verður rok og rigning um helgina.
Það verður rok og rigning um helgina. mbl.is/Styrmir Kári

Það gengur í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með morgninum og skúrir eða rigning sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt norðaustan- og  austan til. Það má búast við snörpum vindhviðum við fjöll á Norðvesturlandi og í kringum Tröllaskaga.

Í kvöld dregur síðan úr vindi og úrkomu, en bætir í hvorutveggja aftur seint í nótt með næstu skilum. Suðaustlæg átt og rigning um mest allt land í fyrramálið, einna síst þó norðanlands og léttir til fyrir norðan þegar líður á daginn. Annað kvöld hvessir síðan aftur um allt land. 

Í stuttu máli eru stífar suðlægar áttir ríkjandi á landinu um helgina með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, en dregur úr vindi eftir helgi, kólnar og úrkoman breytist að mestu yfir í él eða snjókomu. Þetta kemur fram í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert