Þoka á Hellisheiði

Vegir á Suðurlandi eru að mestu leyti auðir en þó er flughált í Grafningi og  hálkublettir á örfáum vegum. Þoka er á Hellisheiði.

Á Vesturlandi eru vegir víða greiðfærir en hálka er á Laxárdalsheiði. Hálka og hálkublettir eru á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir. Flughált er á Dettifossvegi.

Hálka er víða á Austurlandi. Greiðfært er með suðausturströndinni, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Vegna vinnu við brú á Litlu-Botnsá í Hvalfirði verður brúin lokuð um tíma og ekki hægt að aka að bílastæði hjá fossinum Glym en hægt verður að komast fótgandandi. Áætlað er að brúin verði lokuð til 1. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert