Tugmilljarða samdráttur

Loðnuveiðar verða með minna mótinu í vetur.
Loðnuveiðar verða með minna mótinu í vetur. Ljósmynd/Börkur

„Mér sýnist að magnið sé um einn fjórði og verðmætið um einn þriðji,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Íslensk skip fá að veiða 100.315 tonn af loðnu en tilkynnt var um heildaraflamark á loðnuvertíðinni í gær og má veiða 173 þúsund tonn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Það er mikill samdráttur frá árinu á undan þegar Íslendingar veiddu um 400 þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Þá var kílóverð á loðnu um 80 krónur og fengust því um og yfir 30 milljarðar. Í ár er hins vegar búist við að kílóverð verði hærra eða um 100-120 krónur á kíló sem gæti skilað um 12 milljörðum. Samdrátturinn getur því hlaupið á tugmilljörðum á milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert