Vilja þjóðarsátt um kjör eldri borgara og öryrkja

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir mbl.is/RAX

„Við getum ekki horft upp á það að einhverjir eigi vart til hnífs og skeiðar árið 2016,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún kveðst hafa tekið málefni eldri borgara og öryrkja upp á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á mánudaginn var.

„Nú verðum við á einhvern hátt að finna leiðir til að koma þessum skilgreinda 9.500 manna hópi sem verst stendur til aðstoðar,“ segir Vigdís í umfjöllun um mál eldri borgara í Morgunblaðinu í dag. Hún segist hafa verið að hugsa um þessi mál síðan í fjárlagagerðinni og telur að nokkrar leiðir geti komið til greina.

Fjölmennur fundur Íslendinga sem staddir voru á Kanaríeyjum fyrr í mánuðinum samþykkti áskorun til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að þeir beittu sér fyrir því „að þjóðarsátt verði komið á í málefnum eldri borgara og öryrkja á árinu 2016“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert