Dómurinn komi mikið á óvart

Björn Þorvaldsson, saksóknari
Björn Þorvaldsson, saksóknari mbl.is/Árni Sæberg

Dómurinn í Chesterfield-málinu þar sem Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg voru allir sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur kom saksóknara mikið á óvart.

„Ég taldi þetta vera kýrskýrt,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í samtali við mbl.is eftir að dómurinn var kveðinn upp og vísaði til þess að hann teldi málið keimlíkt Al-thani málinu þar sem þremenningarnir voru fundnir sekir bæði í héraði og Hæstarétti.

Björn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um dóminn þar sem hann ætti eftir að kynna sér hann. Aðspurður hvort honum verði áfrýjað vildi hann heldur ekkert segja til um, en áfrýjunarfrestur er fjórar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert