Fagna frumvarpi Samfylkingar

Hagsmunasamtök heimilanna fagna nýju frumvarpi um afnám verðtryggingar á neytendalánum og þakka þingmönnum Samfylkingarinnar fyrir að taka af skarið í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir að Hagsmunasamtökin bindi vonir við að með frumkvæði Samfylkingarinnar gangi breyttir tímar í garð en gríðarlegir hagsmunir séu í húfi. Samtökin hvetja þingmenn til að vanda meðferð á frumvarpinu.

„Íslensk heimili hafa allt of lengi verið föst í viðjum íþyngjandi lánskostnaðar og þeirrar neikvæðu eignamyndunar sem fylgir verðtryggðum lánum. Samtökin hafa lengi verið ötul í baráttu sinni gegn verðtryggingu og eru sannfærð um að afnám hennar muni stuðla að bættum efnahag á Íslandi með auknu aðhaldi á fjármálastofnanir og styrkari fjárhagstöðu heimilanna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert