Ný aflaregla minnkar afla

Loðnufloti við Vestmannaeyjar.
Loðnufloti við Vestmannaeyjar. mbl.is/RAX

Ef gamla aflareglan í loðnu væri í gildi hefði heildarkvótinn verið 235 til 250 þúsund tonn í ár í stað 170 þúsund tonna sem heimilað verður að veiða samkvæmt nýju aflareglunni sem nú reynir á í fyrsta skipti.

Kvótinn er því 65-80 þúsund tonnum minni en samkvæmt gömlu reglunni. Meiri varúðar gagnvart loðnustofninum gætir í nýju aflareglunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ef þetta verður niðurstaðan verður höggið fyrir okkur Eyjamenn mjög þungt,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um áhrif minnkandi loðnukvóta á yfirstandandi vertíð. Íslendingum hefur verið úthlutað um 100 þúsund tonnum af loðnu, borið saman við veiði upp á 400 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert