Bankarnir gríðarlega valdamiklir

Samsett mynd/Eggert

„Við verðum náttúrulega að hafa það í huga að bankarnir eru gríðarlega valdamiklir. Það er enginn lítill aðili sem getur farið í stríð við bankana,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á fundi nefndarinnar í morgun þar sem fulltrúar Bankasýslunnar sátu fyrir svörum um málefni Landsbankans og einkum og sér í lagi sölu bankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun.

Frétt mbl.is: Krefur Landsbankann svara

Bankarnir væru einfaldlega af þeirri stærðargráðu hér á landi sagði Guðlaugur Þór. Bankarnir væru ennfremur í raun svolítið munaðarlausir, ef svo mætti að orði komast, þegar kæmi að eigendahópi þeirra. Það væri einsdæmi í heiminum, að því er hann best vissi, að gjaldþrota fyrirtæki eða slitastjórnir þeirra fengju að eiga banka. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að bankaráðsmennirnir sem Bankasýslan skipaði ættu að framfylgja eigendastefnu viðkomandi banka.

Frétt mbl.is: Engin óeðlileg afskipti

„Mér finnst að bankaráðmenn, og skiptir þá ekki máli hver eignarhlutur ríkisins er, mér finnst að þeir eigi að framfylgja eigendastefnunni. Ef þeir geta það ekki vegna þess að þeir séu í minnihluta þá á að láta á það reyna. Það er mín skoðun að þið eigið að fylgja því eftir að það sé gert. Ef bankaráðmenn gera það ekki, vilja það ekki, geta það ekki, þá hljóta einhverjir aðrir bankaráðmenn að koma inn.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjátlaganefndar Alþingis, og Vigdís Hauksdóttir, formaður …
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjátlaganefndar Alþingis, og Vigdís Hauksdóttir, formaður nefndarinnar. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert