Árnastofnun bráðvantar Hús íslenskra fræða

Grunnur væntanlegs húss er tómur frá því að framkvæmdum var …
Grunnur væntanlegs húss er tómur frá því að framkvæmdum var frestað í desember 2013. Fjær sést nýbygging Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Áætlað var að framkvæmdum við hana lyki í lok ársins. mbl.is/Golli

Ekki er ljóst hvenær framkvæmdir við Hús íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefjast. Búið er að grafa fyrir húsinu og hefur grunnurinn staðið óhreyfður síðan 2013 að framkvæmdum var frestað.

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagði að ákvörðun um framhald framkvæmdanna bíði þess að þingsályktunartillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi byggingu þriggja húsa í tilefni af aldarafmæli fullveldisins 2018, verði afgreidd úr þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og á Alþingi.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag, að vonir hefðu staðið til að byggingu hússins lyki árið 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert