Fyrirspurn vegna fæðingarorlofs

Rúmt ár er liðið síðan starfshópur um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála var …
Rúmt ár er liðið síðan starfshópur um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála var skipaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrirspurn varðandi starfshóp um fæðingarorlofsmál.

Þar spyr hún hvenær von er á skýrslu starfshóps um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála sem var skipaður af ráðherra í desember 2014, eða fyrir rúmu ári.

Jafnframt spyr hún hversu oft starfshópurinn hefur fundað og hvort hann hafi lagt fram einhverjar áfanganiðurstöður.

Hér má sjá fyrirspurnina í heild sinni:

1. Hvenær er von á skýrslu starfshóps um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála sem skipaður var af ráðherra 5. desember 2014?

2. Hversu oft hefur starfshópurinn fundað á starfstíma sínum?

3. Hefur starfshópurinn lagt fram áfanganiðurstöður og ef svo er, hvar er þær þá að finna?

4. Hver er kostn­aður vegna starfshópsins frá skipun hans og hvernig sundurliðast hann?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert