Haförn þarf far til Reykjavíkur

Haförninn er glæsilegur.
Haförninn er glæsilegur. Af Facebook

Ungur haförn bíður nú ferðar til Reykjavíkur en hann var handsamaður á Vesturlandi í dag. Ferðamenn sáu örninn í vanda í útjaðri Berserkjahrauns í gær þar sem hann átti greinilega erfitt með flug. Sagt er frá þessu á Facebook síðu Náttúrustofu Vesturlands.

Þar kemur fram að um sé að ræða unga frá síðasta sumri. Eins og fyrr segir bíður hann nú ferðar til Reykjavíkur þar sem dýralæknir og sérfræðingar munu gera tilraun til að hjúkra honum til heilsu á ný.

Með færslunni auglýsir Náttúrustofa Vesturlands eftir fari til Reykjavíkur í dag eða á morgun fyrir haförninn sem lætur nú fara vel um sig í hundabúri. Hægt er að hafa samband við Náttúrustofu Vesturlands hér en hún er staðsett í Stykkishólmi. 

Örninn lætur fara vel um sig í hundabúrinu.
Örninn lætur fara vel um sig í hundabúrinu. Af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert