Lögreglumaðurinn enn til rannsóknar

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mál lögreglumannsins sem handtekinn var vegna grunsemda um óeðlileg samskipti við brotamenn er enn til rannsóknar hjá embætti ríkissaksóknara. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarríkissaksóknari, í samtali við mbl.is

Aðspurður segir Helgi að engar ákvarðanir hafi verið teknar varðandi framhald málsins. Segir hann að enn séu einhverjar vikur í viðbót þangað til slíkt verði gert. 

Brot­in sem lög­reglumaður­inn er sakaður um varða eins til sex ára fang­elsi. Hafi hann af­hent upp­lýs­ing­ar gegn greiðslu gæti sá sem mútaði hon­um átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi. Maður sem lög­reglumaður­inn er tal­inn hafa verið í sam­bandi við sat einnig  í gæslu­v­arðhaldi.

Lög­reglumaður­inn er grunaður um að hafa lekið upp­lýs­ing­um og jafn­vel hafa þegið greiðslur fyr­ir. Hann hef­ur verið starf­andi fyr­ir fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert