Bolvíkingar fögnuðu nýjum togara

Bolvíkingar fengu að fara um borð í nýja skipið og …
Bolvíkingar fengu að fara um borð í nýja skipið og skoða vistarverur. Að því loknu var boðið til veislu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Þetta er vissulega stór dagur hjá okkur, hér í Bolungarvík hefur ekki verið gerður út togari í rúm 20 ár,“ segir Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík.

Haldið var upp á það í gær að fyrirtækið hefur fengið nýjan togara til landsins frá Noregi, sem mun fá nafnið Sirrý ÍS 36. Heimamenn gátu skoðað skipið í gær og þegið veitingar í Slysavarnahúsinu á eftir, en skipið kom til heimahafnar í fyrrakvöld.

Skipið er um 700 tonn að stærð, 45 metra langt og 10 metrar á breidd, smíðað á Spáni árið 1998 en hefur verið gert út í Noregi. Jakob Valgeir ehf. keypti skipið af norska fyrirtækinu Havfisk á 20 milljónir norskra króna, jafnvirði um 300 milljóna króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert