Íslendingurinn metinn sakhæfur

norden.org

Rúmlega tvítugur íslenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt tveggja ára dreng alvarlegu ofbeldi í Noregi í lok október á síðasta ári hefur verið metinn sakhæfur.

Hann situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og mun lögregla óska eftir að það verði framlengt enn frekar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Unni Byberg Malmin, saksóknara lögreglunnar í Stavanger, til mbl.is.

Í byrjun janúar var ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum um fjórar vikur. Þá var enn beðið eftir niðurstöðu geðmats yfir manninum. Hún hefur nú borist og segir Malmin að maðurinn geti talist ábyrgur gjörða sinna.

Malmin segir einnig að beðið sé eftir skýrslu sérfræðings vegna barnsins sem talið er að maðurinn hafi beitt ofbeldi. Óskað verður eftir því að maðurinn verði látinn sæta gæsluvarðhaldi áfram.

Frétt mbl.is: Bíða geðmats á Íslendingnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert