Komnir til Njarðvíkurhafnar

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason SL/Guðmundur Birkir Agnarsson

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði kom til Njarðvíkurhafnar rétt fyrir klukkan tíu í kvöld með vélvana bát í togi. Á sjötta tímanum í dag hafði verið tilkynnt um bátinn við inn­sigl­ing­una í Sand­gerðis­höfn en tveir skip­verj­ar voru um borð.  Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu voru bjarg­ir kallaðar út á fyrsta for­gangi en fljót­lega kom í ljós að bilaði bát­ur­inn var um sjó­mílu utar og því ekki eins mik­il hætta á ferðum og fyrst var talið.

Um hálfri klukku­stund eft­ir að út­kallið barst var björg­un­ar­skipið komið með vél­ar­vana bát­inn í tog og sigl­di með bátinn til Njarðvíkur. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúar Landsbjargar gekk ferðin vel.

Fyrri frétt mbl.is: Siglir með vélvana bát til Njarðvíkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert