Bréfberi rekinn og kærður

mbl.is/Ernir

Pósturinn hyggst kæra fyrrverandi starfsmann til lögreglu fyrir að hafa brugðist starfsskyldum sínum, en hann bar ekki út póst í nokkrum hverfum í Kópavogi heldur geymdi hann póstinn. Magnið er sagt hafa verið töluvert. Þá er búið segja bréfberanum upp. 

Í tilkynningu sem Pósturinn sendi til fjölmiðla kemur fram að málið hafi komist upp í gær.

„Eftir að málið komst upp skilaði hann póstinum en um var að ræða töluvert magn bréfa. Stærstur hluti póstsins var dagsettur á tímabilinu 4. nóvember til 26. nóvember en einnig var póstur dagsettur í desember meðal þess sem fannst. Póstinum verður dreift á næstu dögum. Ekki er um allan póst sem átti að berast á umrætt svæði að ræða,“ segir í tilkynningunni.

„Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum og málið verður kært til lögreglu. Málið komst upp í kjölfar ábendingar frá viðskiptavini en vökul augu viðskiptavina skipta mjög miklu máli þegar kemur að því að uppræta mál sem þessi. Allar ábendingar sem berast eru skoðaðar og vill Pósturinn þakka árvekni viðskiptavina sem auðveldar Póstinum að halda uppi gæðaþjónustu,“ segir ennfremur.

Þá segir, að Pósturinn harmi þetta atvik og muni leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.

Göturnar sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Breiðahvarf
  • Brekkuhvarf
  • Dimmuhvarf
  • Ennishvarf
  • Fannarhvarf
  • Faxahvarf
  • Fákahvarf
  • Fellahvarf
  • Fornahvarf
  • Fossahvarf
  • Funahvarf
  • Grundarhvarf
  • Melahvarf
  • Urðarhvarf
  • Vatnsendabletturinn
  • Víkurhvarf
  • Ögurhvarf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert