Gæslan fékk 27,5 milljónir króna

Varðskipið Þór með Hoffellið í togi við komuna til Reykjavíkur.
Varðskipið Þór með Hoffellið í togi við komuna til Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landhelgisgæslan fékk greiddar 27,5 milljónir króna fyrir að draga flutningaskipið Hoffell til hafnar, en það varð vélarvana 10. janúar síðastliðinn um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum.

Varðskipið Þór var sent á vettvang og kom með skipið í taug til Reykjavíkur fimm dögum síðar.

Fram kom í Morgunblaðinu á mánudag að Samskip leitaði tilboða í verkið og ákvað í framhaldinu að ganga til samninga við Landhelgisgæsluna. Blaðið fékk afrit af samningnum eftir að lögmaður hennar komst að þeirri niðurstöðu að beiðni blaðsins um aðgang að honum félli undir upplýsingarétt á grundvelli upplýsingalaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert