Samskiptasetur fyrir þau sem glíma við einelti

Konurnar á bak við „Á allra vörum“ afhenda innflutningsgjöf.
Konurnar á bak við „Á allra vörum“ afhenda innflutningsgjöf. mbl.is/Styrmir Kári

Samskiptasetur fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti var opnað í gær. Erindi, samtök um samskipti og skólamál, standa að setrinu. Það er til húsa í Spönginni 37 í Grafarvogi í Reykjavík.

Markmiðið er að veita börnum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og faglega aðstoð í eineltismálum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er gríðarlega stórt skref. Það hefur verið langur og mikill undirbúningur fyrir þessa opnun,“ sagði Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, lýðheilsufræðingur og stjórnarmaður í Erindi. Á allra vörum efndi á liðnu hausti til þjóðarátaks undir yfirskriftinni „Einelti er ógeð!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert