Setbergslandið var selt

Setbergslandið í Garðabæ er hér næst á myndinni.
Setbergslandið í Garðabæ er hér næst á myndinni.

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, seldi nýverið Setbergslandið í Garðabæ til Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG) og var söluverðið einn milljarður og tuttugu og fimm milljónir króna.

Þetta staðfestir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Steinþór segir að um opið og gagnsætt söluferli hafi verið að ræða. Fimm fasteignasölur hafi verið með Setbergslandið til sölu frá því í maí í fyrra. Einhver tilboð hafi borist á undanförnum misserum, en vegna fyrirvara í tilboðum, svo sem varðandi fjármögnun, hafi verið fallið frá þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert