Tix.is valinn besti íslenski vefurinn

Aðstandendur tix.is.
Aðstandendur tix.is. Ljósmynd/Bent Marínósson

Íslensku vefverðlaunin 2015 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. Hátt í 200 vefir og snjallforrit voru tilnefnd og voru verðlaun veitt í 15 mismunandi flokkum. Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin á hverju ári frá árinu 2000 og er markmið þeirra að verðlauna þá sem vinna góða vinnu innan vefiðnaðarins og upphefja þau góðu verkefni sem eru unnin. 

Miðasöluvefurinn Tix.is valinn besti vefur Íslands 2015.

Samkvæmt tilkynningu fór Hugleikur Dagsson á kostum sem kynnir kvöldsins og haldið var hressilegt eftirpartý að hátíð lokinni. Gleðin réði ríkjum og voru sigurvegarar og aðrir gestir hæstánægðir með kvöldið.

Sigurvegarar 2015 voru eftirfarandi:

Aðengilegasti vefurinn, Öryrkjabandalag Íslands 

Vefmiðill, Stundin

Non-profit vefur... Bréf til bjargar lífi, Amnesty á Íslandi

Opinber vefur, Ísland.is

App / Vefapp Quizup.com

Markaðsherferð á netinu, Innrifegurd.bluelagoon.is

Þjónustusvæði starfsmanna, Flugan-innri vefur Isavia og dótturfélaga

Þjónustusvæði viðskiptavina, Netbanki Landsbankans 

Einstaklingsvefur, Ólafur Arnalds

Fyrirtækjavefur - lítil og meðalstór fyrirtæki Tix miðasala

Fyrirtækjavefur - stærri fyrirtæki, Meniga

Val fólksins., Nordic Visistor

Frumlegasti vefurinn Ljósleiðarinn

Besta hönnun og viðmót VÍS

Besti íslenski vefurinn Tix 

Stundin var valin besti vefmiðillinn.
Stundin var valin besti vefmiðillinn. Ljósmynd/:Bent Marínósson
Verðlaunagripirnir.
Verðlaunagripirnir. Ljósmynd/Bent Marínósson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert