Um 50 sótt um hæli í ár

Útlendingastofnun
Útlendingastofnun mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir um 50 einstaklinga hafa sótt um hæli hér á landi það sem af er ári.

Hælisleitendur voru í janúar í fyrra alls 15 talsins, en flestir, eða 62 einstaklingar, sóttu um hæli í september. Alls sóttu yfir 350 manns um hæli hér á landi í fyrra.

„Við vinnum nú að undirbúningi þess að geta tekið ákveðin mál í forgangsmeðferð,“ segir Kristín María og vísar þá til umsókna um hæli sem taldar eru tilefnislausar, en gætu einnig verið umsóknir þar sem augljóst er að viðkomandi fái hæli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert