Leiðarendi lætur á sjá

Það er mögnuð upplifun að virða fyrir sér náttúrufegurðina í hellinum Leiðarenda. Dropasteina, hraunstrýtur og hvernig glóandi kvika mótaði göng í hrauninu. Aðgengi er gott og því er hann vinsæll áfangastaður ferðamanna en ástandi hans hefur hrakað verulega að sögn Kormáks Hermannssonar, leiðsögumanns, en hann segir nauðsynlegt að huga að því hvernig vernda megi hellinn.

Á undanförnum árum hafa verið unnar ljótar og varanlegar skemmdir í bakteríulag í veggjum hans en einnig hafa hraunmyndanir brotnað. Kormákur segir að upplýsingagjöf mætti bæta og hugsanlega þyrfti að setja takmörk á hversu stórir hópar fari um hellinn sem sé viðkvæmur.

Nýlega sendi hann erindi til Hafnarfjarðarbæjar þar sem farið er fram á að brugðist sé við stóraukinni umferð um hellinn.

mbl.is slóst í för með nokkrum ferðamönnum sem skoðuðu hellinn tilkomumikla í vikunni en hann er 2000 ára gamall og um 1000 metra langur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert