Spáð í stjörnurnar í Heiðmörk

Há­skóli Íslands og Ferðafé­lag Íslands stóðu fyr­ir göngu­ferð í Heiðmörk í gærkvöldi sem helguð var him­in­geimn­um. Sæv­ar Helgi Braga­son, starfsmaður há­skól­ans, stjórnaði göng­unni og fræddi fólk um him­in, stjörnu­merk­in og blandaði sam­an vís­ind­um við goðsög­ur. 

Mark­miðið með ferðinni var að vekja áhuga al­menn­ings á fræðslu og hollri úti­vist og fjölga val­kost­um í þeim efn­um. Gang­an er hluti af verk­efni Há­skóla Íslands og Ferðafé­lags Íslands sem hófst á ald­araf­mæli skól­ans árið 2011.

Frétt mbl.is - Gönguferð helguð himingeimnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert