Vill Annþór og Börk í 12 ára fangelsi

Aðalmeðferð stendur nú yfir í héraðsdómi Suðurlands.
Aðalmeðferð stendur nú yfir í héraðsdómi Suðurlands. mbl.is

Saksóknari vill að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson verði dæmdir í tólf ára fangelsi fyrir að valdið dauða samfanga síns á Litla-Hrauni fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Börk­ur og Annþór hafa ávallt neitað sök en aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í héraðsdómi Suðurlands.  

Í fréttum RÚV kom fram að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að mennirnir tveir hafi beitt samfanga sinn ofbeldi sem leiddi til dauða hans í maí 2012. Í dag er síðasti dagur réttarhaldanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert