Verkfall hefst á miðnætti

Verkfall hefst á miðnætti vegna kjaradeilu vélstjóra og skipstjórnarmanna á flutningaskipum í millilandasiglinum en viðræður hafa staðið yfir í dag og standa enn yfir. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir hugsanlegt að viðræður standi áfram eitthvað fram yfir miðnætti. Beðið hafi verið eftir útspili frá viðsemjendum en það hafi ekki borist enn.

Verkfallið þýðir að flutningaskip á vegum Eimskips og Samskipa hætta smám saman siglingum næstu daga. Þau klára siglingar sem þau eru í en eftir að komið er í höfn hér á landi fara þau ekki af stað aftur fyrr en verkfallinu lýkur. Búist er við að verkfallið muni fljótlega hafa áhrif meðal annars á vöruframboð hér á landi. Til að mynda ferska ávexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert