Sneiðmyndatækið bilað enn á ný

Sjúk­ling­ar sem þurfa að leita þjón­ustu á bráðamót­töku geta af …
Sjúk­ling­ar sem þurfa að leita þjón­ustu á bráðamót­töku geta af þess­um or­sök­um vænst lengri biðtíma en ella. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tölvusneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði í dag í þriðja skipti á þessu ári.

Sjúk­ling­ar sem þurfa að leita þjón­ustu á bráðamót­töku geta af þess­um or­sök­um vænst lengri biðtíma en ella en þegar tækið bilar eru sjúklingar sem þurfa á sneiðmyndatöku að halda fluttir á Landspítala við Hringbraut. Það þýðir aukið álag á Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem sér um sjúkraflutninga.

„Það ætti að koma varahlutur á morgun. Það var reiknað með því seinni partinn að tækið kæmist í lag um tvö leytið á morgun," Jón Baldvin Halldórsson, upplýsingafulltrúi spítalans. 

„Reynslan sýnir að það er ekki varanleg lausn varðandi þetta tæki, ég held það sé alveg á hreinu,“ segir Jón aðspurður um hvort varahluturinn muni kippa öllu í liðinn. „Varanleg lausn væri örugglega annað tæki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert