Ekki í lífshættu

Frá bráðamóttöku Landspítala.
Frá bráðamóttöku Landspítala. mbl.is/Styrmir Kári

Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir umferðarslys í Öræfum í dag er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Beita þurfti klippum til að ná manninnum lausum úr bíl sínum. Meiðsl hans voru veruleg og þurfti hann m.a. að gangast undir aðgerð en er þó ekki talinn í lífshættu. Ökumaður hins bílsins kom einnig á bráðamóttöku til aðhlynningar en samkvæmt upplýsingum frá spítalanum slapp maðurinn ótrúlega vel og var svo til óslasaður.

Frétt mbl.is: Umferðarslys í Öræfum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert