Flugvirkjar sömdu

Flugvirkjar hjá Samgöngustofu skrifuðu undir kjarasamning við ríkið á fjórða tímanum í nótt. Ótímabundnu verkfalli þeirra, sem hófst þann 11. janúar, hefur því verið aflýst. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra flugvirkja, segir í viðtali við RÚV fagna því að tekist hefði að landa samningi fyrir þessa félaga Flugvirkjafélagsins eftir 27 ára baráttu, en búið væri að leita eftir samningi fyrir þá síðan 1989.

Deil­an varðaði sex flug­virkja Sam­göngu­stofu sem sinna eft­ir­lits­störf­um. Þeir hafa farið fram á sam­bæri­leg­an kjara­samn­ing og þann sem flug­virkj­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar njóta en ríkið hef­ur hingað til ekki fall­ist á þær kröf­ur.

Frétt RÚV í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert