LSH skoðar nýja skimun

Með nýrri aðferð sem kallast NIPT er hægt að greina …
Með nýrri aðferð sem kallast NIPT er hægt að greina sjaldgæf frávik hjá fóstrum og kyn þeirra fyrr en áður hefur verið hægt. mbl.is/ÞÖK

Verið er að skoða hvort taka eigi upp nýja aðferð við fósturskimun á Landspítalanum, LSH, svokallaða NIPT-aðferð.

Þar er hægt með blóðprufu úr móður að greina ýmis litningafrávik í fóstri, eins og til dæmis þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenni, fyrr en nú er hægt.

Þá er með NIPT einnig hægt að greina kyn fóstursins fyrr á meðgöngu en með núverandi aðferð við fósturskimun. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkennið, að ýmsum siðferðilegum spurningum þurfi að svara áður en ný aðferð verði tekin upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert