Ungur Tyrki tjaldaði í snjónum

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Steinunn Ásmundsdóttir

Búið var að reisa tjald undir húsvegg í miðbæ Egilsstaða þegar starfsmaður Austurfréttar átti leið þar hjá í morgun. Í bænum er snjór, um fjögurra stiga frost og norðanátt. Tjaldbúinn fór á stjá klukkan á ellefta tímanum og reyndist hann vera ungur Tyrki. 

Maðurinn hefur verið á ferðalagi um Íslands í viku og ætlar að vera hér áfram um sinn. Aðspurður sagði hann að ekki hefði væst um hann. „Það var ekkert svo óskaplega kalt. Það var svolítill vindur en ég fann mér gott skjól af húsinu“ sagði maðurinn í samtali við blaðamann Austurfréttar og var hinn ánægðasti með næturstaðinn.

„Ég ferðast um á puttanum, enda á ég litla peninga. Ég ætla að ferðast næst um Austurland, fara svo norður og eftir það aftur til Reykjavíkur og heim.“

Frétt Austurfréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert