EES framar íslenskum lögum?

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Styrmir Kári

„Réttur þjóðar til þess að standa vörð um lýðheilsu og heilbrigði búfjár hlýtur að vera mikill, en EFTA-dómstóllinn telur sig hafa stöðu til að leyfa óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti sem gengur þvert á íslensk lög.“

Þetta sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag þar sem hún gerði að umtalsefni sínu nýlega niðurstöðu EFTA-dómstólsins að íslenskum stjórnvöldum innflutningsbann hér á landi á ófrosnu kjöti samræmist ekki skuldbindingum Íslands vegna EES-samningsins. Benti Lilja hins vegar á að samningurinn hafi verið að víkka út en niðurstaða EFTA-dómstólsins vekti upp spurningar um það hvort íslensk lög og stjórnarskrá gengju ekki framar EES-samningnum.

„Ég tel að íslensk lög kveði skýrt á um að innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti sé óheimill. Það getur ekki verið að EES-samningurinn gangi lengra en íslensk lög. Við verðum að standa vörð um lýðheilsu almennings og þá hættu sem vissulega er fyrir hendi, að hér komi upp miklir búfjársjúkdómar í kjölfarið ef þetta verður að veruleika.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert