Fylgi Pírata dregst lítillega saman

Fylgi Birgittu Jónsdóttur og félaga í Pírötum mælist nú 35,6%.
Fylgi Birgittu Jónsdóttur og félaga í Pírötum mælist nú 35,6%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Pírata hefur dregist saman um 2 prósentustig og er nú 35,6%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina á tímabilinu 27. janúar til 1. febrúar.

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 33,2%, sem er 3,1 prósentustigi hærra en í síðustu könnun sem lauk 20. janúar.  Breytingar á fylgi flokka voru í öllum tilfellum innan vikmarka frá síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,1% samanborið við 19,5% í síðustu könnun og 20,6% í könnuninni þar áður. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 12,2% borið saman við 10% í síðustu könnun og 11,5% í könnuninni þar áður.

Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 11% borið saman við 12,5% í síðustu könnun og 11,4% þar áður.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 9,4% borið saman við 10,4% í síðustu könnun og 12,9% þar áður.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,4% nú sem er hið sama og í síðustu könnun en 5,3% þar áður. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 33,2% en mældist 30,1% í síðustu mælingu og 31,2% í könnuninni þar áður, sem lauk  18. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert