Hákarl í Húsdýragarðinn

Þessa dagana dvelur myndarlegur hákarl í 1500 lítra fiskabúri í versluninni Fiskó í Garðabæ. Nú er hann tæpur metri að lengd en fullvaxinn gæti hann orðið í kringum þrír metrar að lengd og þá þarf stærra búr en það verður í 12000 lítra búri í Húsdýragarðinum í Laugardal.

Eftir því sem næst verður komist er þetta eini hákarlinn í búri hér á landi en hann er af tegundinni Tawny Nurse Shark og eru náttúruleg heimkynni hans eru í grynningum í Indlandshafi. Nú deilir hann búri með tveimur blá doppóttum skötum og gengur sambúðin þokkalega en líkast til þarf að verða breyting þar á þar sem hákarlar af þessari tegund eru eimitt vanir veiða sér skötur.

mbl.is skoðaði hákarlinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert