Braut rúðu og keyrði í burtu

Stórar dældir eru á hurð bílsins.
Stórar dældir eru á hurð bílsins.

Bifreið ungrar stúlku er illa leikin eftir að keyrt var utan í hana fyrir utan Laugardalslaug á miðvikudagskvöld. Þegar hún kom út úr húsi laugarinnar kom í ljós að rúðan farþegamegin var brotin og hurðin mikið skemmd. 

„Fyrst hélt ég að einhver hefði brotist inn í hann þegar ég sá rúðuna brotna. En síðan sá ég þessa risadæld á hurðinni,“ segir Helga Diljá Gunnarsdóttir, eigandi bílsins.

Hlýtur að heyrast skellur

Henni þykir hæpið að ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi ekki tekið eftir þessu. „Svo virðist sem krókur eða eitthvað hafi farið í rúðuna. Þegar rúðan brotnar hlýtur að heyrast töluverður skellur. Mér finnst því ólíklegt að ökumaðurinn hafi ekki tekið eftir þessu.“

Af tjóninu að dæma er líklega um stóra bifreið að ræða. Engar myndavélar eru á svæðinu. 

„Það er ótrúlega leiðinlegt að koma að bílnum svona. Ég vona innilega að manneskjan sjái að sér og hafi samband við mig.“

Facebookpóst Helgu vegna atviksins má sjá hér að neðan.

Í gærkvöldi milli 18-20:30 var keyrt á bílinn minn fyrir utan Laugardalslaugina með þeim afleiðingum að rúðan farþ...

Posted by Helga Diljá Gunnarsdóttir on Thursday, February 4, 2016



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert