Dæla upp sandi við Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn í október sl.
Dýpkunarskipið Dísa í Landeyjahöfn í október sl. mbl.is/GSH

Á næstu dögum kemur til landsins dýpkunarskipið Galilei 2000. Skipið fær það verkefni að dæla upp sandi fyrir framan og inni í Landeyjahöfn. Stefnt er að því að dýpkun hefjist um miðjan mánuð, að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram á vefnum Eyjar.net.

Galilei 2000 er 83,5 metra langt, 14 metra breitt og ristir fullhlaðið 4,45 m. Skipið er smíðað árið 1979 og er gert út af belgíska fyrirtækinu Jan De Nul, sem er með samning við Vegagerðina um dýpkun Landeyjahafnar næstu árin. 

Eyjar.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert