Ekki hægt að moka vegna veðurs

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Flestar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Patreksfirði og óvissustig er annars  staðar á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi vestra er snjóþekja og snjókoma en ófært á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði. Á Norðurlandi eystra eru flestar leiðir ófærar.

Mikil ófærð er einnig á Austurlandi en þó er snjóþekja á flestum leiðum í kringum Egilsstaði og á  Fagradal, Oddskarði og að Breiðdalsvík en hálka með ströndinni að Hvalsnesi. Ófært er á milli Hvalsnes og Hafnar og einnig í Öræfum.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum og Mýrdalssandi.

Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er en lokað um Fróðárheiði. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert