Ekki mikið svigrúm fyrir nýja

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og höfnin. Miklar þangfjörur eru þar í …
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og höfnin. Miklar þangfjörur eru þar í kring en hráefni þó sótt víða. Ljósmynd/www.mats.is, Mats Wibe Lund

Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum segir að samkvæmt langri reynslu fyrirtækisins séu nýtanleg 20 til 25 þúsund tonn af þangi í Breiðafirði á hverju ári.

Það er lítið umfram hráefnisþörf fyrirtækisins. Því sé ekki mikið svigrúm fyrir nýja aðila. Þörungaverksmiðjan hefur verið starfrækt á Reykhólum í 40 ár. Hún býr að mörgu leyti við kjöraðstæður, miklar þangfjörur, jarðhita, hreinan sjó og mikla reynslu og þekkingu starfsmanna.

Nú er verið að undirbúa nýja verksmiðju í Stykkishólmi, sem verður enn afkastameiri. Þá hyggjast ábúendur á Miðhrauni þurrka þörunga og hafa komið sér upp búnaði til þess, aðp því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert