Fyrirmynd fyrir karla á leikskólum

Dagur og Ásmundur eftir verðlaunaafhendinguna.
Dagur og Ásmundur eftir verðlaunaafhendinguna.

Ásmundur K. Örnólfsson fékk í dag hvatningarverðlaunin Orðsporið 2016 en þau eru veitt á Degi leikskólans ár hvert.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Ásmundi verðlaunin í Bíó Paradís fyrr í dag.

„Ásmundur á að baki langan og farsælan feril sem leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri,“ segir í frétt um verðlaunin á vef Kennarasambands Íslands.

„Í umsögn valnefndar um Orðsporið segir að Ásmundur hafi alla tíð verið sterk fyrirmynd fyrir karla sem starfa í leikskólum og ekki síst leikskólabarna. Ásmundur hefur unnið ötullega að málefnum leikskólans og lagt sitt af mörkum til að efla orðspor leikskólakennarastarfsins. Með framgöngu sinni hefur Ásmundur sýnt og sannað að karlar eiga jafnmikið erindi í starf leikskólakennara og konur. Þá er það ánægjuleg staðreynd að nokkrir piltar sem í æsku voru nemendur hjá Ásmundi eru nú komnir til starfa í leikskólum.“

Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður FSL, og Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL …
Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður FSL, og Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL ásamt þeim Degi og Ásmundi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert