Gríðarlega mikill snjór á Húsavík

Mokstur er hafinn á Húsavík eftir mikla ofankomu síðustu klukkutímana.
Mokstur er hafinn á Húsavík eftir mikla ofankomu síðustu klukkutímana. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fært er fyrir vel útbúna bíla innanbæjar á Húsavík en verið er að ryðja götur bæjarins. Að sögn lögreglu var aftakaveður frá klukkan sex til hálftíu í morgun og er gríðarlega mikill snjór í bænum.

Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu íbúa við að komast leiðar sinnar í morgun. Fáir hafa verið á ferli en nú þegar mokstur gatna er hafinn eru íbúar að tínast út. Nú er þriggja stiga frost í bænum og sunnanátt, 9 m/sek.

Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Patreksfirði. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóða ekki verið aflétt á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir stormi (18-25 m/sek) á Vestfjörðum fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert