Hættustigi aflýst á Patreksfirði

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. © Mats Wibe Lund

Hættustigi hefur verið aflétt á Patreksfirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Mikil snjókoma var þar í gærkvöldi í hvassri austan átt. Hins vegar dró úr henni eftir miðnætti en var síðan stöðug þar til síðdegis í dag.

„Veðrið gekk niður síðdegis og er nú úrkomulaust og hægari vindur. Á næstu dögum er spáð NA-átt með einhverjum skafrenningi. Óvissustig er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum en því hefur verið aflétt á norðanverðum Vestfjörðum en þar hefur verið mun minni úrkoma,“ segir í tilkynningunni.

Fréttir mbl.is:

Snjóflóð skammt frá húsunum

Hús rýmd á Patreksfirði

Óvissustig vegna snjóflóða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert